Pasta með sveppum og beikoni

Pasta með sveppum og beikoni í rjómasósu er auðvitað klassík. Fljótlegt og einfalt og alltaf jafngott. Með því að nota einnig hvítvín í sósuna, hvítlauk og chiliflögur fær hún meiri dýpt og bragð. Langbest er að nota ítalskt Pancetta í staðinn fyrir hefðbundið beikon.

 • 500 g pasta, t.d. Fusilli-skrúfur
 • 75  g ítalskt Pancetta eða gott beikon, skorið í litla bita
 • 100 g sveppir, saxaðir
 • 3-4 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
 • 1 laukur, fínsaxaður
 • 1,5 dl hvítvín
 • 2,5 dl rjómi
 • klípa af chiliflögum
 • ólífuolía
 • salt og pipar
 • parmesanostur

Byrjið á því að hita olíu á pönnu á rúmlega miðlungshita og mýkið pancetta (beikon) og laukin í 3-4 mínútur eða svo. Bætið þá hvítlauk og chiliflögum út á og veltið um í 2-3 mínútur. Bætið sveppunum út á og steikið áfram þar til að þeir eru orðnir vel mjúkir. Hellið núna hvítvíninu á pönnuna og sjóðið niður um helming að minnsta kosti. Bætið rjómanum saman við og látið malla á miðlungshita þar til að sósan er farin að þykkna. Bragðið til með salti og pipar. Líklega þarf ekki að salta mikið.

Sjóðið pasta og blandið saman við sósuna. Berið fram með nýrifnum parmesanosti.

 Fullt af öðrum pastauppskriftum finnið þið svo með því að smella hér.

 

Deila.