E. Guigal Chateauneuf du Pape 2006

Marcel Guigal er hinn ókrýndi konungur Rónardalsins og vínin hans eru undantekningarlaust tæknilega fullkomin og glæsileg. Þekktastur er hann fyrir einnar ekru Cote Rotie-vínin en nánar má lesa um þetta merkilega vínhús með því að smella hér. Chateauneuf-du-Pape vínið frá Guigal er með ríkjandi Grenache í blöndunni, heil 85% ásamt Syrah og Mourvédre.

Dökkt, heitur og þroskaður ávöxtur, kirsuber, plómur, allt að því sultaður ávöxtur, töluveð jörð, blek, lakkrís og reykur. Mjög þykkt, margslungið, kröftugt og langt í munni, öflug tannín en silkimjúk, súkkulaði. Vín sem er fullkomið með flestri villibráð, rjúpu, hreindýri, gæs.

6.599 krónur. Frábær kaup.

Deila.