Prunotto Barbaresco 2010

Barbaresco er lítið þorp í Langhe í Piedmont á Ítalíu sem ásamt nágrannaþorpinu Barolo er heimavöllur Nebbiolo-þrúgunnar og einhverja bestu rauðvína Ítalíu.

Líkt og bestu Barbarescovínin þá er þetta ekki vín sem  nær sínu fram með krafti – þó vissulega sé þetta stórt vín – heldur fínleika og margslungnum elegans. Villt ber í nefi, þurrkaðir ávextir, krydd og sítrusbörkur, vottur af blomaangan. Kröftug sýra og tannín í munni, krydd og lakkrís. Þolir nokkuð kröftugan mat, t.d. Beef Wellington, gæs eða hreindýr.

5.299 krónur. Frábær kaup.

Deila.