Chateau Tour Pibran 2010

Chateau Pibran er vissulega ekki eitt af “stóru” húsunum í Pauillac í Grand Cru-flokkuninni, en Tour Pibran er „second“ vín vínhússins. Ekrur vínhússins eru hins vegar á besta stað og umluktar ekrum nokkurra “stóru” vínhúsanna, nefnilega Mouton-Rothschild, Pontet-Canet og Lynch Bages. Þegar við bætist að það er Jean-Michel Casez hjá Lynch Bages sem stjórnar vínhúsinu og teymið frá topphúsinu Pichon-Longueville sem sér um víngerð og verðið langt undir verði þekktari vínhúsa á svæðinu er ljóst að þetta eru vín sem vert er að gefa gaum.

2010 var toppár á þessu svæði og það leynir sér ekki hér. Vínið er enn svolítið lokað, dökkt, dimmt, jarðbundið og reykt, svartur ávöxtur. Þétt, tannískt, míneralískt, langt. Vín í klassa töluvert umfram verð. Þarf tíma í geymslu eða umhellingu. Með hreindýri, önd, góðum nautasteikum.

4.998 krónur.

Deila.