Muga Blanco 2013

Muga er gamalgróið vínhús í Rioja á Spáni og auðvitað þekktast fyrir rauðvínin sín. Það framleiðir hins vegar einnig þetta yndislega hvítvín úr spænsku þrúgunum Viura (90%) og Malvasia. Vínið er framleitt á klassískan hátt og látið liggja á 225 lítra eikartunnum um tíma áður en það er sett á flöskur.

Ljóst á lit, fölgult, skörp sítrusangan, sítróna, ferskjur, ananas og melóna auk þess sem eikin rétt nær að læðast í gegnum ávöxtin. Í munni er vínið ferskt, sýrumikið, örlítil beiskja í bland, ávöxturinn skarpur og flottur, smá krydd í lokin.

2.790 krónur. Frábær kaup.

Deila.