Museum Vinea Rueda Verdejo 2013

Spánn hefur verið að sækja gífurlega hratt fram á síðustu árum, ekki síst í hvítvínsgerðinni. Þær eru nokkrar spænsku hvítvínsþrúgurna sem eru þar í fararbroddi og ein þeirra er Verdejo, sú ferskasta og minnir oft á skarpan og flottan Sauvignon Blanc.

Vinea Verdejo er úr þrúgum frá héraðinu Rueda. Skarpt, ágengt, sætur peruávöxtur og perubrjóstsykur, lime og grænar kryddjurtir. Djúpur ávöxtur og mjög fersk sýra og flott sýra. Klassavín.

1.999 krónur. Frábær kaup.

Deila.