Paul Mas Chardonnay 2013

Paul Mas er eitt af suðurfrönsku vínhúsunum sem við höfum fengið að kynnast á síðustu misserum.

Angan þykk, djúp, suðrænir ávextir, þroskaðar ferskjur, ástaraldin, melóna, lime. Dúndurflottur ávöxtur heldur áfram í munni, ferskur, örlítið kryddaður og þarna bregður fyrir agnarögn af eik, smá vanilla og smjör, án þess að koma nálægt því að yfirgnæfa ávöxtinn. Hrikalega flott vín fyrir peninginn.

1.975 krónur. Frábær kaup.

Deila.