Cono Sur Cabernet Sauvignon Bicycleta 2013

Lífrænu vínin frá chilenska vínhúsinu Cono Sur eru alla jafna ágætlega gerð en hjólaserían Bicycleta er sú vínlína sem býður upp á hagstæðustu kaupin.

Fallega fjólublátt á lit, fersk angan af rifsberjum, sólberjum og tóbakslaufum. Létt og sjarmerandi í munni, mild tannín. Fínasta grillvín.

1.876 krónur. Góð kaup.

Deila.