Kálfasteik fyllt með parmaskinku og pecorino

Kálfakjötið er vinsælt í ítalska eldhúsinu. Hér er notuð svipuð hugmynd og í Cordon Bleue-kjúklingi þar sem skinka og ostur er settur á milli tveggja kjötsneiða.

Í fyrsta skrefinu þurfum við:

  • Kálfasneiðar
  • Parmaskinku
  • Pecorino-ost

Berjið kjötið í mjög þunnar sneiðar Ef þið eruð með mjög stórar snitselsneiðar má skera þær í tvær jafnstórar sneiðar. Við ætlum að búa til „samlokur“ þannig að við þurfum tvær sneiðar á mann.

Setja um lúku af rifnum pecorino á helmingin af kjötinu, síðan sneið af parmaskinku. Setjið hina kálfasneiðina ofan á. Berja aðeins til með kjöthamri, sérstaklega meðfram hliðunum til að festa sneiðarnar saman.

Smjörsteikið í um 2 mínútur á hvorri hlið, setjið sneiðarnar í eldfast form og inn í 150 g heitan ofn á meðan að þið klárið sósuna.

Sósan

  • 2,5 dl rjómi
  • 0,5 dl koníak eða  brandí
  • 2 skalottulaukar, fínsaxaðir
  • 1 msk kjúklingakraftur

Bætið smá smjöri og olíu á pönnuna sem þið steiktuð kjötið á. Mýkið laukinn í 2-3 mínútur.  Leysið upp skófarnar (deglaser) með koníaki.  Þegar koníakið er að mestu soðið niður er rjóma og kjúklingakrafti bætt á pönnuna. Látið malla á vægum hita þar til að hún fer að þykkna.

Með þessu má t.d. hafa Tagliatelle eða steikta kartöflubita.

Að sjálfsögðu gott ítalskt rauðvín með, t.d. frá svæðinu Vino Nobile di Montepulciano. 

Deila.