Domaine de Tariquet Réserve 2013

Við fjölluðum nýlega um annað vín frá Gascogne í suðvesturhluta Frakklands, vínhérað sem er allrar athygli vert en við höfum séð allt of lítið af hér á Íslandi. Ekki síst geta hvítvínið þaðan verið ótrúlega fersk og þægileg, eins og þetta úr þrúgunum Gros Manseng, Chardonnay, Sauvignon Blanc og Sémillon. Skemmtileg blanda sem gerir athyglisvert vín.

80%
Mjög góð kaup

Ferskt, með angan af grænum ávöxtum, kívi,  ferskjum, smá hnetur. Í munni ferskt og míneralískt með góða lengd. Afbragðs fordrykkur eða með mildum sjávarréttum, t.d. skelfiski.

2.590 krónur.

  • vinotek.is
    8
Deila.