Andarbringur með ítalskri fyllingu

Í Toskana á Ítalíu, ekki síst í borgnni Siena, er vinsælt að fylla stór stykki af grísakjöti með kryddjörtum og osti fyrir eldun. Þessi réttur nefnist porchetta og hér er tilbrigði við hann þar sem andarbringur eru notaðar í staðinn fyrir grísakjötið.

Fyrir hverja andarbringu þurfði þið eftirfarandi:

  • 1 tsk fennel
  • 1 tsk rósmarín
  • 1/2 lúka mjög fínt söxuð flatlaufa steinselja
  • 2 hvítlauksrif, pressuð
  • 1 lúka rifinn parmesan
  • ólífuolía

Merjið rósmarín og fennel. Blandið saman við fínt saxaða steinseljuna, pressaðan hvítlaukinn og ostinn. Bætið ólífuolíu saman við þannig að þið fáið gott mauk.

Stingið mjóum og beittum hníf inn í annan endann á bringunni og skerið varlega út „hólf“ í bringuna. Hólfið þarf að vera nokkuð stórst og því þarf að varast að skera í gegnum hana. Það er ágætt að gera þetta á meðan enn er smá frost í bringunni.

Áður en bringan er elduð troðið þið fyllingunni inní hólfið. Skerið raufar í fituhliðina og saltið bringuna vel og piprið.

Eldið andarbringuna samkvæmt leiðbeiningum sem að þið finnið með því að smella hér. 

 

 

Deila.