Domaine de Villemajou 2013

IMG_1769Domaine de Villemajou er ekki bara eitt af mörgum vínhúsum Gerard Bertrand í Frakklandi, þetta er hið upphaflega vínhús fjölskyldunnar sem Gerard tók við rekstrinum á þegar að faðir hans féll frá.

Rauðvínið er blanda úr þremur klassískum suður-frönskum þrúgum, Grenache, Carignan og Syrah. Yfirbragðið er dökkt, svartur ávöxtur og ber, þroskaðar plómur, smá sólber, rifs, villt timjan og rósmarín í bland við eikina. Ávöxturinn nokkuð ferskur í munni, kryddaður með tannínbiti.

80%

3.199 krónur. Sjarmerandi og flottur Suður-Frakki með karakter.

  • 8
Deila.