Vina Maipo Cabernet Sauvignon 2014

IMG_1956Chile kom sér á kortið ekki síst með því að framleiða prýðileg vín sem slógu keppinautana frá öðrum svæðum út þegar kom að hlutfalli verðs og gæða. Þótt þeim fjölgi alltaf hágæðavínunum frá Chile halda þeir áfram að valda þetta svæði ágætlega.

Þetta er mildur og þægilegur Cabernet Sauvignon frá Vina Maipo, léttur sólberjaávöxtur, svolítið soðinn, sultaður, örlítið grænt, vottur af súkkulaði, mjúkt og milt í munni.

60%

1.599 krónur. Góð kaup.

  • 6
Deila.