H12 á Food and Fun

Veitingastaðurinn Hverfisgata 12 tekur þátt í Food and Fun í fyrsta skiptið í ár.  Kokkarnir á Hverfisgötu 12 munu starfa við hliðina á danska matreiðslumeistaranum Kristopher Schram sem er yfirkokkur og framkvæmdarstjóri á Bæst í Kaupmannahöfn.

2 ChristopherSchram H12Kristopher útskrifaðist frá The Culinary Institute of America (CIA) árið 2005 og tók þar að auki prófskírteini í bakstri frá Kaliforníu-útibúi CIA.

Að loknu námi hefur hann starfað á háklassa veitingarstöðum útum allan heima, þ.á.m. nokkrum Michelin-stjörnu veitingarhúsum og hefur hann sett mark sitt hvert sem hann hefur komið.

Á árunum 2006 til 2008 vann hann á nokkrum Michelin-stjörnu veitingarhúsum í Kaliforníu, þ.m.t. Terra í Napa-dal sem er þekktur víða um heim.  Kristopher starfaði um skeið í Asíu og Ástralíu þar til hann settist að í Danmörku árið 2011.  Kristopher hefur síðan starfað náið með Christian Puglisi eiganda Michelin-staðanna Relæ og Manfred í Kaupmannahöfn.  Christian var lengi vel einn af aðalmatreiðslumönnum Noma og hefur sent frá sér matreiðslubækur.

Meginuppistaða matseðils Hverfisgötu 12 og Kristophers á Food and Fun eru sérvalið þurrkað kjöt og súrdeigspizzur.

  • Sérvalið þurrkað kjöt og pylsur frá Bæst
  • Heimagerður „stracciatella“ ostur úr íslenskri mjólk.
  • Reyktar lambaþynnur, saltfiskur, saltbökuð seljurót.
  • Bæst súrdeigspizza með heimagerðri Nduja pylsu.
  • Vanilluís með epla- og mysukaramellu og íslensku sjávarsalti

Hráefnið fyrir viðburðinn er sérstaklega innflutt fyrir hátíðina sem stendur yfir frá 2.-6. mars næstkomandi.

Borðapantanir í síma eða tölvupóst: 437 0203 og hinrik@kexhostel.is

 

Deila.