Trimbach Pinot Blanc 2013

IMG_2007Pinot Blanc er ein af klassísku Alsace-þrúgunum en hefur ekki verið nærri eins algeng hér og Riesling, Pinot Gris og Gewurztraminer. Trimbach-fjölskyldan í þorpinu Ribeauville hefur starfrækt eitthvert elsta vínhús héraðsins um aldaraðir og þetta Pinot Blanc er eins og önnur vín hússins þurrt, stílhreint og fágað.

Vínið er ljóst og fölgult á lit, fersk mild angan þar sem sítrus er ríkjandi, sítróna og sítrönubörkur, hvít blóm og kamila, vottur af suðrænni ávöxtum á borð við melónu. Þurrt og þéttriðið, míneralískt.

80%

2.299 krónur. Tilvalinn fordrykkur eða með grilluðum fiski, jafnvel kjúkling.

  • 8
Deila.