Brokkolí og maí er ekki einungis litrík samsetning heldur bæði bráðholl og gómsæt. Þetta salat er frábært meðlæti með flestum grillmat, hvort sem er kjöti eða fiski.
- 3 maísstönglar
- 1 vænn brokkólíhaus
- 1 sítróna
- 3-4 hvítlauksgeirar
- chiliflögur
- ólífuolía
- smjör
- salt og pipar
Skerið brokkólí í bita. Hreinsið utan af maísstönglunum og skafið baunirnar af. Það er best að gera með því að renna hníf niður stöungulinn.
Hitið smjör og olíu saman á pönnu. Setjið klípu af chiliflögum á pönnuna ásamt söxuðum hvítlauknum og veltið um í 1-2 mínútur. Steikið næst brokkólíbitana í 2-3 mínútur. Setjið maísinn út á og steikið áfram í 2-3 mínútur.
Blandið næst saman rúmum 1/2 dl af ólífuolíu við rifinn börk af einni sítrónu og pressaðan safann úr sítrónunni. Hellið þessu yfir grænmetið á pönnunni. Bragðið til með salti og pipar og berið fram.
 
								
				 
					
										
												
				 
	
											 
	
											