Maísklattar Mallmanns

Maís er mikið notaður í amerískri matargerð, frá Bandaríkjunum í norðri til Argentínu og Chile í suðri. Maísréttirnir taka á sig margvíslegar myndir og þessir maís-klattar eru í anda argentínska grillmeistarans Francis Mallmann. Klattarnir eru frábærir með flestum grillmat, frá grilluðum laxi yfir í nautasteikur.

  • 500 g maískorn (um 6 maískólfar eða frosinn maís)
  • 2 egg
  • 1 dl hveiti
  • 1 dl mjólk
  • 1/2 tsk chiliflögur
  • 1 tsk sjávarsalt

Pískið egg, hveiti og mjólk saman í skál. Bætið salti og chiliflögum saman við.

Skafið kornin af maískólfunum ef þið notið ferskan maís. Það er líka hægt að nota frosin maískorn.

Hrærið maís saman við deigið í skálinni.

Hitið olíu og smjör saman á pönnu. Setjið eina matskeið af maísdeiginu fyrir hvern platta. Steikið í um 2 mínútur á hvorri hlið á miðlungshita eða þar til klattarnir hafa tekið á sig gullinn lit. Bætið við smjör og olíu eftir þörfum.

 

Deila.