Tosti Prosecco Extra Dry

IMG_1236Ítölsku Prosecco-vínin geta verið afskaplega sjarmerandi og þokkafull. Þessi Prosecco frá Tosti er ekki alveg þurr, hann er skilgreindu sem Extra Dry og því meiri sæta en í Brut-vínum. Sætan truflar hins vegar síður en svo, vínið er tært og freyðir þétt og þægilega, í nefinu eru gul epli og sætar perur, sýran er góð og fersk.

70%

1.799 krónur. Mjög fín kaup. Fínt á pallinn á sumardegi, eitt og sér eða með skvettu af Aperol eða einhverju öðru út í.

  • 7
Deila.