Henri Bourgeois Pouilly-Fumé En Travertin 2014

IMG_1521Vínhús Bourgeois-fjölskyldunnar er vissulega í þorpinu Sancerre en hún framleðir einnig vín af ekrum í nágrenninu á borð við Pouilly-Fumé. Þau vín eru náskyld Sancerre, sama þrúga, bara næsta sveit hinum megin við Loire. Það má færa sterk rök fyrir því að hvergi í heiminum séu framleidd betri og hreinræktaðri vín úr þrúgunni Sauvignon Blanc.

Fullt af suðrænum ávexti í nefi, ástaraldin, þroskaðar ferskjur, blóm, töluvert míneralískt, strúktúrinn rennilegur, sætur, fókuseraður ávöxtur með nettri og flottri sýru. Klassavín í alla staði og afskaplega ljúffengt.

100%

3.899 krónur. Frábær kaup. Einungis sérpöntun í vínbúðunum enn sem komið er.

  • 10
Deila.