Saint Clair Pioneer Block 4 Sawcut Pinot Noir 2013

img_2600Þessi nýsjálenski Pinot Noir frá Saint Clair er „einnar ekru vín“ en í því felst að allar þrúgurnar koma af einni og sömu ekrunni í Ure-dalnum. Vínið var að lokinni gerjun látið liggja í 10 mánuði á tunnu, þar af tæpur helmingurinn í nýjum, frönskum eikartunnum. Svona fyrir áhugamenn um örnefni þá er vínið nefnt eftir Sawcut Gorge í Marlborough.

Þetta er háklassa nýsjálenskur Pinot Noir, sætur rauður berjaávöxtur, hindber og rifsber, ferskar kryddjurtir, smá vanilla, eikin er þarna alveg, þétt og þykkt, mikill þroskaður ávöxtur sem rennur vel saman við eikina með mildum og þægilegum kryddtónum.

 

90%

3.800 krónur. Frábær kaup.

  • 9
Deila.