Trivento Cabernet Sauvignon Golden Reserve 2013

img_2740Argentínsku vínin úr Golden Reserve-vínin frá Trivento hafa verið með bestu kaupunum í vínbúðunum undanfarin ár ef horft er á hlutfall verðs og gæða og hlotið einróma lof og viðurkenningu alþjóðlega. Hér á landi bætist nú við bitinn í púsluspilinu sem hefur vantað í úrvalið, nefnilega Cabernet-vínið. Þetta er vín sem eins og hin hefur vakið mikla athygli alþjóðlega fyrir frábært hlutfall verðs og gæða og var fyrr á þessu ári valið í hópi gullverðlauna vína hjá Decanter Wina Awards en þetta virta breska víntímaritið gaf víninu jafnframt 96 punkta í einkunn.

Fyrir þá sem þekkja Malbec og Syrah-vínið i línunni þá er þetta vín í sama anda en samt með sín einstöku sérkenni. Mjög dökkt, sólberja og krækiberjaávöktur, þroskaður og þykkur en samt með miklum ferskleika og góðri sýru, töluvert kryddað, mjög kröftug en mjúk tannín. Frábært vín í alla staði.

100%

2.999 krónur. Frábær kaup.

  • 10
Deila.