Casisano Brunello di Montalcino 2011

img_3289Brunello-vínin sem ræktuð eru í kringum þorpið Montalcino suður af Siena í Toskana eru einhver mögnuðustu rauðvín Ítalíu. Casisano er vínhús sem er í eigu Tommasi-fjölskyldunnar í Veneto sem þekktust er fyrir Valpolicella-vínin sín.

Vínið er farið að sýna þroska í litnum, það má greina smá brúna tóna í litnum og í nefi er ávöxturinn að víkja fyrir jarðbundnari angan, þarna er vottur af vanillu, tóbakslaufum, vínið kryddað og elegant. Stílhreint, í munni samþjappað og mjúkt, vín sem vinnur mjög vel með mat.

90%

5.499 krónur. Frábær kaup. Með t.d. nautalund wellington eða hreindýri.

  • 9
Deila.