Jólabrennivín 2016

Góða gamla Brennivínið frá Ölgerðinni hefur gengið í endurnýjun lífdaga á síðustu árum með tunnuþroskunnar tilraunum. Fyrr á þessu ári kom afmælisútgáfa út sem var búið að geyma í 3 mismunandi tunnum og síðustu 2 ár hefur Ölgerðin verið með hátíðarútgáfu af Brennivíni.

Árið í ár er engin undantekning og sem fyrr eru það sérrí og búrbon tunnur sem Brennivínið er látið þroskast í. 6 mánuðir er tíminn á tunnunum og útkoman er afar fáguð. Vanillu, kókos, pipar og korn tónar áberandi í nefi. Í munni er furðu mikil mýkt, hitinn sem einkennir Brennivín er hverfandi og við tekur mjúk ending og flókið eftirbragð. Kúmen er enn við lýði sem áberandi bragð en er passlegt í samfloti með búrbon og sérrí tónunum úr tunnunum.

Hér hefur tekist vel til og er þetta afar skemmtileg viðbót í mikla flóru af drykkjum á jólum. Reykt kjöt og síld væru eflaust afbragðs paranir með Jólabrennivíninu.

img_2105

Deila.