Gerard Bertrand Minervois 2014

Líkt og önnur vín Gerard Bertrands kemur þetta rauðvín frá Languedoc, nánar tiltekið svæðinu Minervois. Það er eitt besta ræktunarsvæði Languedoc, aðeins inn í landi upp við hæðirnar í Montagne Noir. Það er einmitt í Minervois sem Bertrand ákvað að rækta ofurvínið sitt Clos d’Ora og krafturinn í svæðinu endurspeglast líka vel í þessu Syrah-Carignan-víni. Vínið er dökkt og ávöxturinn heitur og kryddaður, rifsber, trönuber, ferskar kryddjurtir, svartar ólífur, mild eik, kaffi. Þykkur ávöxtur, þéttur með góðum ferskleika og tannínum.

90%

2.398 krónur. Algjörlega frábær kaup á því verði.

  • 9
Deila.