Tenuta Sant’Antonio Nanfré Valpolicella Superiore 2014

Valpolicella er vínhérað á Norður-Ítalíu í grennd við hina sögufrægu borg Verona sem er m.a. sögusvið frásagnarinnar um þau Rómeó og Júlíu. Það eru þrjár meginþrúgur notaðar í Valpolicella, þær Corvina, Rondinella og Molinara. Vínin skiptast í nokkra flokka og þetta vín frá Tenuta Sant-Antonio er í flokknum Superiore, en þá eru gerðar auknar kröfur um þroska þrúgnanna sem eru notaðar (og þar með áfengismagn vínsins) og geymslu áður en það fer á markað.

Tenuta Sant’Antonio er vínhús sem er rekið af Castagnedi-bræðrunum, þeim Armando, Paolo, Tiziano og Massimo.

Dökkt, þroskaður, djúpur ávöxtur, þurrkuð ber, út í rúsínuangan, þurrkaðar kryddjurtir, þurrkuð blóm og tóbakslauf, míneralískt. Þurrt, bjart og langt.

80%

2.299 krónur. Mjög góð kaup. Vín sem hentar með bragðmiklum réttum, risotto, kássum og Osso Buco. Gott með ostum.

  • 8
Deila.