Poggio al Tesoro Cassiopeia 2015

Cassiopeia er enn eitt vínið frá Poggio al Tesoro sem er vínhús sem Allegrini-fjölskyldan frá Veneto hefur verið að byggja upp í Bolgheri í Toskana. Líkt og önnur vín frá Poggio al Tesoro sem að við höfum tekið fyrir er þetta nútímalegt og aðgengilegt vín en Cassiopeia er róasvínið í fjölskyldunni. Það hefur dökkbleikan lit út í laxableikt og angan þess einkennist af rauðum berjum, jarðarberjum og kirsuberjum, vottur af blómum. Það er ferskt og þægilegt, sýran mild. Prýðilegasta sumarvín.

2.490 krónur. Góð kaup.

  • 7
Deila.