Fortius Crianza 2013

Navarra er næsta víngerðarhérað við Rioja á Spáni og ekki löng vegalengd á milli. Þrátt fyrir það og þrátt fyrir að mörg vínanna séu gerð úr sömu þrúgu og hjá þeim í Rioja þ.e. Tempranillo hafa þau annan karakter enda aðstæður að mörgu leyti aðrar. Bodegas Valcarlos sem framleiðir Fortius er í eigu Rioja-risans Faustino. Vínið er rúbínurautt, dökkrauð kirsuber í nefi, all nokkur eik, vanilla og kaffi, svolítið míneralískt. Vel gert og aðgengilegt vín.

80%

1.999 krónur. Frábært vín á því verði. Með grilluðu lambi og lambalæri.

  • 8
Deila.