Nederburg Chenin Blanc Stein 2016

Hvítvínsþrúgan Chenin Blanc er fyrst og fremst ræktuð í Loire-dalnum í Frakklandi en hefur þó einnig af einhverjum ástæðum verið mjög áberandi í suður-afrískri víngerð um aldabil. Lengi vel gekk hún þar undir heitinu Steen en nú til dags eru suður-afrísku vínhúsin yfirleitt farin að nota hið franska heiti hennar.

Þetta er hreint Chenin Blanc frá Nederburg-vínhúsinu, sem er eitt af sögufrægari vínhúsum Suður-Afríku. Ljósgult á lit með miklum, sætum og suðrænum ávexti í nefi. Þarna er ananas og niðursoðnar ferskjur, jafnvel smá apríkósur og melónur, í munni með ágætum ferskleika en jafnframt nokkurri sætu.

70%

1.498 krónur. Góð kaup. Berið fram vel kælt. Reynið t.d. með asískum réttum.

  • 7
Deila.