Altano Douro Reserva 2014

Symington-fjölskyldan hefur lengi verið ein af meginstoðum víngerðarinnar í Douro-dalnum og stjórnar portvínshúsum á borð við Graham’s og Taylor’s. Líkt og margir aðrir portvínsframleiðendur hafa Symingtonarnir í auknum mæli horft til framleiðslu á hefðbundnum rauðvínum og hvítvínum úr þrúgum svæðisins og eru vínin frá Symington nú komin í fremstu röð léttvína frá Douro.

Altano-línan er nú aftur fáanleg á Íslandi, sem er mikið fagnaðarefni. Það er löngu tímabært að við förum að taka Douro-vínin og þrúguna Touriga Nacional upp á okkar arma, þetta eru vín sem falla mjög vel að íslenskum vínsmekk. Vínið er mjög dökkt á lit, svarfjólublátt. Ávöxturinn svartur, sólber, vottur af sveskjum samofinn bjartri, ferskri eik, einstaklega vel strúktúrerað vín, tignarlegt, hnarreist og með flottri sýru sem lyftir því upp og gefur ferskleika.

90%

2.599 krónur. Frábær kaup. Vín fyrir rautt kjöt, jafnvel villibráð.

  • 9
Deila.