Domaine de Villemajou 2015

Domaine de Villemajou er ekki bara eitt af mörgum vínhúsum Gerard Bertrand í Frakklandi, þetta er hið upphaflega vínhús fjölskyldunnar sem Gerard tók við rekstrinum á þegar að faðir hans féll frá. Villemajou var vín ársins árið 2014 hjá okkur og er eitt af vínunum sem er alltaf í uppáhaldi. Það er eitthvað við Villemajou sem heillar alltaf, þetta vín með mikinn karakter og persónuleika en líka sjarma, fínleika og elegans. Það kemur frá Boutenac sem er appelation innan svæðisins Corbieres í Languedoc.

Það er fagurrautt á lit, í nefinu rauð skógarber og brómber, þarna má líka greina rósmarín og þurrkuð Miðjarðarhafskrydd, smá leður vínið þurrt með fínlegum tannínum, langt og hrífandi,

90%

3.199 krónur. Frábær kaup, vín fyrir lamb, önd og jafnvel hreindýr.

  • 9
Deila.