Ecologica Los Andes Torrontes-Chardonnay 2016

Vín Famatina-dalnum í Argentínu eru sjaldséð en það er eitt af undirsvæðum vínhéraðsins La Rioja sem er norður af þekktasta víngerðarsvæði landsins, Mendoza. Ecologica er lífrænt ræktað hvítvín, blanda úr Torrontes sem er fyrir hvítvín það sem Malbec er fyrir rauðvín frá Argentínu og svo Chardonnay. . Grængult, smá grösugt, mikil apríkósa, niðursoðnar ferskjur og sæt límóna. Ávöxtur þykkur í munni og þægilegur, ávaxtasætur og lekker.

80%

1.999 krónur. Frábær kaup, ljúffengt og þokkafullt vín.

  • 8
Deila.