Altano Douro Brancho 2016

Douro-dalurinn í Portúgal er að okkar mati eitt mest spennandi víngerðarsvæði Evrópu þessa stundina. Löngum þekkt fyrir portvínin þá eru nú farin að streyma stórkostleg rauðvín – og eins og þetta vín sýnir einnig hvítvín – frá hæðunum upp af Douro-fljótinu. Altano kemur úr smiðju Symington-fjölskyldunnar, einnar helstu víngerðarfjölskyldu svæðisins en þið getið lesið meira um Douro og Symington með því að smella hér.

Altano-hvítvínið verður bara betra með hverju ári, ræktað úr kokteil af portúgölskum þrúgum sem enginn þekkir á ekrum hátt yfir sjávarmáli. Ljósgult, í nefi sítrusmikið, sætar perur, niðursoðnar perur og græn epli, blómaangan, þykkt og feitt, fín fersk sýra, gott bit. Dúndurvín!

90%

1.798 krónur. Það gerast varla betri hvítvínkaupin í vínbúðunum í dag.

  • 9
Deila.