Chateau Cazal Viel „Vieilles Vignes“ 2014

Cazal Viel er vínhús á víngerðarsvæði sem heitir Saint Chinian Languedoc í Suður-Frakklandi. Ekrur Cazal Viel voru fyrst ræktaðar af Rómverjum, síðan munkum um aldabil eða þar til eignir kirkjunnar voru gerðar upptækar um allt Frakkland í frönsku byltingunni 1789. Á þeim tíma sem síðan er liðin er það Miquel-fjölskyldan sem hefur séð um að rækta vínin í Cazal Viel.

Vieilles Vignes þýðir gamall vínviður og þetta vín er gert úr þrúgum af elsta vínvið ekrunnar sem er allt að 90 ára gamall. Vínið sjálft er magnað, það hefur mikla dýpt, ávöxturinn er djúpur, þroskaður og heitur en hefur samt mikinn ferskleika. Þarna eru í dökkrauð ber, kaffi og reykur, þétt og flott.

100%

2.499 krónur. Stórkostleg kaup á því verði. Vín með gæs og hreindýri. Sérpöntun.

  • 10
Deila.