Pfaffl Gruner Veltliner vom Haus 2016

Austurríska vínhúsið Pfaffl hefur átt ótrúlega góðu gengi að fagna á undanförnum árum og hlotið viðurkenningar sem eitt athyglisverðasta og besta vínhús Evrópu, m.a. frá bandaríska víntímaritinu Wine Enthusiast. Pfaffl-vínin hafa verið fáanleg reglulega hér á landi og hér er komin lína sem er á meira en viðráðanlegu verði. Rétt eins og rauða systurvínið úr þrúgunni Zweigelt er þessi Gruner Veltliner, sem er eins konar þjóðarþrúga Austurríkis, á ótrúlega góðu verði miðað við gæði.

Þykkt og mikið, sætar og safaríkar perur og gul epli, örlítið piprað, ávaxtarikt með flottri, ferskri sýru.

90%

2.199 krónur. Frábær kaup, algjörlega magnað hvítvín fyrir peninginn. Fæst einungis í Kringlu.

  • 9
Deila.