Les Ursulines Bourgogne Chardonnay 2014

Jean-Claude Boisset hefur byggt upp mikið vínveldi í Búrgund á síðustu áratugum með kaupum á hinum ýmsu vínhúsum. Hann var einungis 18 ára þegar að hann stofnaði sitt eigið négociant-fyrirtæki árið 1961 og árið 1985 varð hann fyrsti nécoiantinn sem að skráði sig í frönsku kauphöllina. Vínin sem hann setur á markað undir eigin nafni hafa vaxið mikið á síðust árum, ekki síst eftir að víngerðarmaðurinn Gregory Patriat tók við línunni árið 2002.

Þetta er þægilegt Chardonnay, gert úr þrúgum af mismunandi svæðum Búrgund, aðallega Cote de Beaune, sem er óvenjulegt fyrir venjulegt Bourgogne Blanc. Fölgult, í nefinu mikill sítrus, lemon curd, sítrusbörkur og melóna, vottur af vanillu, milt og þægilegt, svolítið feitt, fínn ferskleiki.

80%

2.699 krónur. Frábær kaup. Með skelfisk og laxi.

  • 8
Deila.