1000 Stories Zinfandel 2015

Zinfandel-þrúgan getur verið ansi mikill kraftabolti og stundum eru menn ekkert að fela það. Nokkur vínhús í Kaliforníu framleiða vín þar sem að gefið er í á öllum sílindrum og til viðbótar við hefðbundna geymslu á eikartunnum er vínið látið ligga í tunnum sem áður hafa verið notaðar við bourbon-framleiðslu.

1000 Stories framleitt af Fetzer í Mendocino er eitt þessara víni. Dökkt, nær svart á lit, sætur berjaávöxtur, bláberjasafi og bláberjasulta, mikið dökkt súkkulaði og karamella en samt töluverð sýra sem léttir vínið og gefur ferskleika.

Kemur á óvart.

80%

3.599 krónur. Mjög góð kaup. Ræður við grillmat jafnt sem jólamat.

  • 8
Deila.