Coto de Imaz Reserva 2013

Coto de Imaz er með vinsælustu Reserva-vínum Rioja-héraðsins og að mörgu leyti dæmigert fyrir stíl Tempranillo-vína svæðisins. Þroskaður, kryddaður, allt að því sultaður rauður ávöxtur í nefi, áberandi eik og það fer ekki á milli mála að hún er amerísk, angan af kakó, kókos og vanillu. Mjúkt í munni, mild tannín, þægilegt vín. Vín fyrir rautt kjöt.

80%

2.599 krónur. Frábær kaup. Nautakjötsvín.

  • 8
Deila.