Montes Alpha Cabernet Sauvignon 2014

Montes sendir frá sér vín sem eru bæði dýrari og ódýrari en Montes Alpha. Þau eru hins vegar þau sem að okkar mati eru hvað mest einkennandi fyrir þetta vínhús og jafnframt meðal þeirra vína Chile sem hvað mestur fengur er í. Montes Alpha Cabernet Sauvignon var líka fyrsta „ofurvínið“ frá Montes og á sínum tíma eitt af fyrstu ofurvínum Chile. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan, Bæði í Chile og hjá Montes. Þrúgurnar í þetta Alpha-vín koma nú frá Apalta-hæðunum í Colchagua-dalnum þar sem Aurelion Montes var með fyrstu landnemunum. Hann er líka með þeim fyrstu sem byrjaði á „dry farming“ þar sem að áveita á ekrurnar er skorin nær alveg niður. Ef eitthvað er þá eru þessi vín líka að verða enn betri, dýpri, margslungnari og kröftugri og voru þó góð fyrir. Dökkfjólublátt á lit, sæt eik og sætur þykkur sólberjaávöxtur í nefi, kaffi, vanilla og vindlakassi, þétt og mikið í nefi, staðfastur og flottur tannískur strúktúr.

100%

2.999 krónur. Frábær kaup. Með bestu kaupum í sínum verðflokki. Fullt hús fyrir hlutfall verðs og gæða. Vín með lambalæri, hrygg eða nautasteik.

  • 10
Deila.