Ecologica Torrontes-Chardonnay 2016

Hvitvínið Ecologica er eins og nafnið gefur til kynna gert úr lífrænt ræktuðum þrúgum. Þrúgutegundirnar eru tvær, Torrontes og Chardonnay og ræktunarsvæðið er héraðið La Rioja í Argentínu, nánar tiltekið Famatina-dalurinn. Þar er að finna stærsta vínsamlag Argentínu, La Riojana, þar sem einir fimm hundruð ræktendur leggja inn þrúgur sínar til víngerðar. Vínið hefur ferska og þægilega angan, blómaangan ríkjandi ásamt sætum perum, limeberki og þroskuðum ferskjum. Milt og ferskt, þægileg sýra, Torrontes á sviðið í þessu víni.

70%

6.650 krónur fyrir þriggja lítra kassa eða sem samsvarar um 1.660 krónur miðað 75 cl. Mjög góð kaup. Prýðisgott kassavín fyrir sumarið.

  • 7
Deila.