Rioja Bordon Crianza 2013

Bodegas Franco-Espanolas mætti þýða sem frans-spænska vínhúsið og nafnið á sér sögulegar skýringar. Þegar að rótarlús lagði víngerð í Frakklandi í rúst á síðari hluta nítjándu aldar færðu margir eigendur vínhúsa í Bordeaux sig yfir til Rioja á Spáni á meðan að plágan gekk yfir. Þetta hafði mikil og mótandi áhrif á stíl vínanna á svæðinu og jafnvel urðu til ný vínhús, eins og Franco-Espanolas sem var stofnað af fjölskyldum frá Bordeaux og Rioja. Það er í dag með stærri og virtari vínhúsum svæðisins, vínin yfirleitt klassískt og tignarleg og njóta mikilla vinsælda á Spáni.

Rioja Bordon Crianza er klassískt og fínt Rioja-vín. Eikin er áberandi, hún er greinilega amerískt og tekur á móti manni í byrjun, mildir vanillutónar, ásamt sætum, krydduðum rauðum ávexti, áferðin er mjúk, mild tannín og þykkur og fínn ávöxtur.

80%

1.999 krónur. Frábær kaup fyrir verð. Með rauðu kjöti, gjarnan grilluðu nauti.

  • 8
Deila.