The Manor House Cabernet Sauvignon 2014

Manor House mætti þýða sem óðalssetur og setrið sem þetta vín er kennt við, hið glæsilega óðalssetur Nederburg í Stellenbosch hefur um aldabil verið í lykilhlutverki í víngerð Suður-Afríku. Þetta er chatea-vín í anda víngarðanna í Bordeaux og stíll vínsins minnir ansi mikið á stíl betri vína þess hérað. Liturinn dimmrauður, örlítill byrjandi þroski í röndunum, sætur og þroskaður krækiberja og sólberjamassi, samofin sætri, kryddaðri eik, reyk og vindlakassa. Þykkt og mjúkt í munni,  þetta er vín til að smjatta á, virkilega elegant og tignarlegt vín fyrir þennan verðflokk.

90%

2.599 krónur. Algjörlega frábær kaup, þetta er mikið og flott vín fyrir þennan pening. Hörkuvín með lambi, önd eða nauti.

  • 9
Deila.