George Wyndham Bin 555 Shiraz 2015

Shiraz er sú þrúga sem flestir tengja líklega við Ástralíu. Þetta er auðvitað sama þrúga og Syrah í Frakklandi en þeir andfætlingar hófu af einhverjum ástæðum að kalla hana Shiraz. Hvers vegna veit enginn, líklegasta skýringin er sú að Ástralir nefna almennt hluti öðrum nöfnum en aðrir. En Shiraz hefur fests við þrúguna og víngerðarmenn um allan heim, nema kannski helst í Frakklandi, nota þetta heiti ef Syrah-vínin þeirra eru í kröftugum nýjaheimslegum stíl.

Þessi Shiraz frá Wyndham er vel „pródúseraður“. Svarfjólublátt á lit, skarpur og kraftmikil mjög dökkur ávöxtur, plómur, krækiber, smá blek. Nokkuð kryddað,  kröftug en ágætlega mjúk tannín og góð sýra.

80%

2.499 krónur. Frábær kaup. Með grilluðu kjöti og BBQ-sósu.

  • 8
Deila.