Montes Sauvignon Blanc Reserva 2017

Árstíðirnar á suðurhvelinu eru spegilmynd okkar árstíða og þar af leiðandi getum við nú þegar farið að njóta vína ársins 2017 úr þrúgum sem tíndar voru rétt upp úr áramótum í fyrra. Sauvignon Blanc-vínið frá Montes ættu flestir að þekkja og það heldur sínum stíl og sínum þokka. Fölgult með mjög ferskri angan, sætur og suðrænn sítrus, hitabeltisávextir, ananas, græn aspars, örlítið grösugt. Í munni mjög ferskt, nokkuð míneralískt.

80%

1.999 krónur. Frábær kaup. Dúndurvín fyrir peninginn.

  • 8
Deila.