Casillero del Diablo Cabernet Sauvignon Reserva 2017

Vínveldi fjölskyldunnar Concha y Toro teygir sig nú víða um heim en grunnurinn að því er þó eftir sem vínin Casillero del Diablo, eða vínin úr kjallara kölska. Byggir nafnið á goðsögn um að kölski héldi stundum til í vínkjallara fjölskyldunnar en sögunni var ætlað að koma í veg fyrir að óboðnir gestir færu í kjallarann og nældu sér í flösku.

Reserva-vínið stendur alltaf fyrir sínu, það er dökkt, út í fjólublátt á lit, ungt yfirbragð. Í nefinu dökk ber, sólber og kirsuber, þurrt, kryddað, þarna má greina myntu og jörð, þéttur og fínn ávöxtur í munni, þurr, ágætur tannískur strúktúr.

70%

1.899 krónur. Mjög góð kaup, fínt alhliða rauðvín.

  • 7
Deila.