Palazzo Mio Intenso Organic BiB

Palazzo Mio Intenso Organic er enn eitt vínið frá Svíunum í Oenoforos og vínhúsinu Nordic Sea Winery sem ratar hingað til lands. Þetta er blanda úr nokkrum þekktum ítölskum þrúgum, lífrænt ræktuðum, Primitivo, Montepulciano, Sangiovese, Cabernet Sauvignon og Merlot. Nokkuð dökkt með ágætlega djúpum lit, ávöxturinn sætur, sultaðar plómur og bláber, út í smá sveskjur, örlítið kryddað með þurrum tannínum.

70%

6.398 krónur fyrir þriggja lítra box eða sem samsvarar 1.599 krónum á 75 cl flösku. Góð kaup.

  • 7
Deila.