Poliziano Vino Nobile di Montepulciano 2015

Vínhúsið Azienda Agricola Poliziano á sér rúmlega hálfrar aldar sögu, sem þykir nú ekki ýkja mikið á heimaslóðum þess í Toskana á Ítalíu. Það hefur engu að síður fyrir löngu fest sig í sessi sem einn besti framleiðandi vín frá Montepulciano, jafnt Vino Nobile di Montepulciano sem hin yngri og einfaldarari Rosso di Montepulciano. Vínin frá Poliziano, þar á meðal toppvínið Asinone, voru fáanleg hér fyrir rúmum einum og hálfum áratug eða svo en hafa því mikiður ekki sést aftur fyrr en núna.

Við fjölluðum nýlega um Rosso di Montepulciano og hér komið sjálft Vino Nobile en fá vínhús á svæðinu gera betri slík vín en Poliziano. Dökkrautt með heitri og kryddaðri angan, skógarber, kirsuber, nýbökuð jólakaka, vottur af myntu. Vínið er vel strúktúrerað með þéttum og þroskuðum tannínum, góðri sýru, dýpt og lengd.

100%

3.690 krónur. Frábær kaup. Það er ekki hægt að gefa þessu vínið annað en fullt hús stiga í sínum verðflokki. Magnað vín.

  • 10
Deila.