Nederburg The Winemasters Riesling 2017

Suður-Afríka er kannski ekki fyrsta víngerðarlandið sem að manni dettur í hug þegar að Riesling er annars vegar en Winemasters Riesling frá Nederburg er ótvíræð sönnun þess að þessi þýska þrúga getur gert ansi gott mót á Höfðasvæðinu. Ljóst á lit, fölgult. Í nefi græn Granny Smith-epli og límónubörkur, smá steinolía, þurrt og skarpt í munni með mjög ferskum og fínum ávexti, míneralískt og langt, örlítil selta í lokin.

90%

1.999 krónur. Geggjað vín á þessu verði. Frábær kaup.

  • 9
Deila.