Santi Amarone Santico 2013

Carlo Santi stofnaði vínhús sitt í Illasi-dalnum utan við Verona árið 1843 og þar framleiðir fjölskyldan enn Valpolicella og Amarone úr Corvina og Rondinella-þrúgum héraðsins. Amarone-vín eru gerð úr þrúgum sem eru þurrkaðar fyrir víngerðina og vínin verða því massívari, áfengari og sætari. Santico er nútímalegt Amarone-vín. Dimmrautt með fjólubláum tónum, fersk og sæt eik mætir manni í nefi, viðurinn áberandi, vanilla og örlítill reykur, þéttur og fínn svartur kirsuberjaávöxtur og sólber, tóbakslauf, þykkt með góðum ferskleika þrátt fyrir þyngd sína. Þetta vín er 15% í áfengi líkt og Amarone eru yfirleitt en ber það mjög vel.

4.999 krónur. Sérpöntun. Frábær kaup. Með stórsteikum, villibráð og þyngri réttum á borð við Osso Buco.

  • 9
Deila.