Finca Las Moras Black Label Sauvignon Blanc 2017

Sauvignon Blanc frá ræktunarsvæðum í Nýja heiminum er yfirleitt mun ávaxtaríkari og hitabeltislegri í ávextinum en Frakkarnir úr sömu þrúgu – þótt vissulega megi í auknum mæli finna vín þar sem elta þau í Nýja heiminum. Þetta argentínska hvítvín á hins vegar mun meira með þurru og skörpu Sauvignon Blanc-vínunum frá Loire-dalnum en vínum úr sömu þrúgu frá t.d. Chile og Nýja-Sjálandi. Mjög ljóst á lit, skarpur og ferskur sítrusilmur, sítróna og lime, hressilega sýran áberandi í munni, þægileg mild selta í lokin.

80%

2.499 krónur. Mjög góð kaup. Ferskt og fínt.

  • 8
Deila.