Umani-Ronchi Montipagano Trebbiano d’Abruzzo 2017

Umani-Ronchi er vínhús sem framleiðir hágæða vín frá héruðunum Marche og Abruzzo og einhverjir muna eflaust eftir vínum á borð við Pecorino og Cumaro, að maður tali nú ekki um Casal di Serra, sem hér voru til í búðunum fyrir hálfum öðrum áratug. Montipagano er ungt hvítvín úr þrúgunni Trebbiano d’Abruzzo, lífrænt ræktuðum.

Fölgult með mildum ávexti, sítrus og perur, vínið er létt og ferskt, ávöxturinn mildur og sýran skörp og fersk.

70%

1.990 krónur. Mjög góð kaup. Ferskt og þægilegt, tilvalinn fordrykkur.

  • 7
Deila.